Úrvalsvísitalan hefur lækkað um meira en eitt prósent í fyrstu viðskiptum í dag. Tólf félög aðalmarkaðarins eru rauð það sem af er degi. Velta á hlutabréfamarkaðnum hefur þó verið tiltölulega lítil líkt og síðustu daga.

Marel leiðir lækkanir en gengi félagsins hefur fallið um meira en 2% í hundrað milljóna viðskiptum og stendur nú í 528 krónum.

Þá hafa hlutabréf Icelandair, Festi og Kviku banki lækkað um 1,5%-1,7%.

Lækkanir í Kauphöllinni má eflaust rekja til þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna lækkuðu um 1,4%-1,9% í gær.