fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

433
Þriðjudaginn 7. maí 2024 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson framherji KA hefur spilað aðeins 147 mínútur frá því að hann snéri heim í mars, hann komst svo ekki í hóp hjá KA um helgina í jafntefli gegn KR.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA hefur talað um að Viðar hafi hreinlega ekki komist í hópinn en ekki viljað gefa upp neinar ástæður þess.

Guðmundur Benediktsson hefur nú sagt frá því hvað gerðist svo Viðar var tekinn úr hóp. „Samkvæmt heimildum mætti Viðar Örn ekki á æfingu á leikdegi sem var um morguninn. Haldiði að þessu sé bara lokið á milli KA og Viðars?,“ sagði Guðmundur í beinni á Stöð2 Sport í gær.

Baldur Sigurðsson hinn reyndi miðjumaður tók þá til máls. „Það verður fróðlegt að sjá, hinn almenni fótboltaáhugamaður hefur heyrt sögur. Það ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar, þangað til Haddi eða Sævar hjá KA segir eitthvað. Þetta lítur ekki vel út.“

Viðar hafði átt frábæran tíu ára feril í atvinnumennsku áður en hann snéri heim í vor. „Þetta er stórt nafn, þetta vakti í byrjun miklar væntingar innan hópsins. Skorar ekki á vellinum og maður heyrir sögur utan vallar, þetta virðist vera erfitt að eiga við þetta.“

„Þetta var veðmál, ég veit ekki hvort þetta sé búið. Maður sér ekki hvernig þetta á að ganga, það er fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum eða í næsta leik.“

Atli Viðar Björnsson segir að KA verði að taka ákvörðun í málinu, hvort halda eigi Viðari hjá félaginu eða ekki.

„Viðar er búinn að vera í KA í sex vikur, ef hlutirnir væru á hreinu og í lagi þá væri hann í standi til að vera í hópnum og líklega að byrja. Við vitum að Viðar er nógu góður til að vera í hópnum hjá KA, ég hvet þá til að taka þá ákvörðun sem þarf að taka. Það er ómögulegt fyrir þá og hópinn að hafa þetta hangandi yfir sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brighton staðfestir brottför De Zerbi

Brighton staðfestir brottför De Zerbi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan

Varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar og bætti met stórstjörnu – Var 13 ára fyrir mánuði síðan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun

Fær ótrúlega upphæð fyrir eitt laugardagskvöld – Ronaldo þénar það sama í árslaun
433Sport
Í gær

Þjálfari Chelsea gagnrýnir stuðningsmenn Manchester United – ,,Við eigum betra skilið“

Þjálfari Chelsea gagnrýnir stuðningsmenn Manchester United – ,,Við eigum betra skilið“
433Sport
Í gær

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“