EM-draumurinn úti?

Kalvin Phillips hefur átt erfitt tímabil.
Kalvin Phillips hefur átt erfitt tímabil. AFP/Paul Ellis

Kalvin Phillips mun líklegast ekki spila meira á tímabilinu með West Ham United í ensku úrvalsdeildinni en hann er þar á láni fá Manchester City til þess að fá meiri spilatíma fyrir Evrópumótið í sumar.

West Ham á þrjá leiki eftir, þar á meðal gegn City sem hann má ekki spila gegn, og meiðsli Phillips eru slík að hann mun líklegast ekki spila fleiri leiki.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, mun tilkynna hópinn fyrir EM 2024 í maí og ekki er víst hvort það sé pláss í honum fyrir Phillips sem hefur lítið spilað á tímabilinu og ekki komið vel út úr Þeim leikjum sem hann hefur spilað með West Ham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert