Lofar fyrsta þriggja stiga skotinu (myndskeið)

Ragnar Nathanaelsson ætlar að taka fyrsta þriggja stiga skotið á …
Ragnar Nathanaelsson ætlar að taka fyrsta þriggja stiga skotið á ferlinum annað kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur fyrst og fremst verið þekktur fyrir takta undir körfunni, þar sem hann er tæpir 220 sentímetrar á hæð.

Hann hefur þó verið að æfa skotin fyrir utan og í raun svo mikið að hann er klár í að láta ljós sitt skína með þriggja stiga skotum.

Ragnar lofar því á Twitter að taka fyrsta þriggja stiga skotið á ferlinum þegar Hamar mætir Ármanni á heimavelli annað kvöld klukkan 19.15 í 1. deildinni.

Hann birtir einnig myndband af sér taka þriggja stiga skot, sem fer beinustu leið ofan í. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert