Varðskipið Þór verði í Njarðvíkurhöfn

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að varðskipið Þór verði með heimilisfesti …
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að varðskipið Þór verði með heimilisfesti í Njarðvíkurhöfn. Samsett mynd

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, undirrita í dag formlega viljayfirlýsingu við Reykjanesbæ þess efnis að varðskipið Þór verði með heimilisfesti í Njarðvíkurhöfn.

Ráðherra segir í samtali við mbl.is að undirbúningsvinna hafi staðið yfir síðan á síðasta ári þegar hann tilkynnti fyrirætlunina. Segir hann marga kosti fólgna í því að skipið verði með heimahöfn á Suðurnesjum.

„Það verður nær opnu hafsvæði og eftir að varðskipið Freyja var sett á Siglufjörð var markmiðið að vera með varðskipin sitt hvorum megin á landinu. Þetta er talin mjög heppileg og góð staðsetning í því sambandi.“

Samkvæmt heimildum mbl.is er færsla heimafestis Þórs úr Reykjavíkurhöfn í Njarðvíkurhöfn fyrsti fasi áætlunar um að færa allan flota Landhelgisgæslunnar á Reykjanes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert