Höfðar mál gegn frænku sinni og NY Times

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál gegn frænku sinni Mary Trump og dagblaðinu The New York Times.

Hann krefst 100 milljóna dollara í skaðabætur, eða um 13 milljarða króna, og heldur því fram að Mary og blaðið hafi verið hluti af samsæri um að komast yfir skattframtöl hans vegna rannsóknar blaðsins á fjármálum hans.

Í sjálfsævisögu sinni „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World's Most Dangerous Man”, greindi Mary frá því að hún hefði verið helsti heimildarmaður dagblaðsins.

Fram kemur í málshöfðuninni að þau hafi komist yfir viðkvæm skjöl sem þau hafi misnotað í eigin þágu og notað til að sýna fram á lögmæti verka sinna á falskan hátt. Þar segir einnig að hefndarfýsn hafi stýrt gjörðum þeirra.

The New York Times og þrír blaðamenn dagblaðsins hlutu Pulitzer-verðlaunin árið 2019 fyrir umfjöllun sína. Í niðurstöðu stjórnar verðlaunanna kom fram að rannsóknin hafi „afsannað fullyrðingar hans um  að hann hefði búið til auðæfi sín sjálfur og afhjúpað viðskiptaveldi uppfullt af skattaundanskotum.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert