Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Nýr heilbrigðisráðherra ítrekað reynt að heimila rekstur spilavíta

Will­um Þór Þórs­son sem tek­inn er við sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur í þrígang lagt fram frum­varp sem myndi heim­ila rekst­ur spila­víta. Rann­sókn­ir benda til að spila­víti hafi veru­leg­an hluta tekna sinna frá fólki með spilafíkn. Lit­ið er á spilafíkn sem lýð­heilsu­vanda.

Nýr heilbrigðisráðherra ítrekað reynt að heimila rekstur spilavíta
Taldi spilavíti jákvæð fyrir ferðaþjónustuna Willum lagði fram frumvarp sitt byggt á skýrslum áhugamanna um rekstur spilavíta. Í umsögnum var á það bent að flest benti til að enginn sérfróður aðili um spilafíkn hefði komið að samningu frumvarpsins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðisráðherra, hefur í þrígang lagt fram frumvarp í því skyni að heimila rekstur spilavíta hér á landi. Frumvarpið lagði hann fram í tvígang árið 2014 og í þriðja skiptið árið 2015. Það náði ekki fram að ganga.

Rannsóknir benda til að verulegur hluti tekna spilavíta komi frá þeim sem eiga við spilafíkn að stríða. Litið er á spilafíkn sem lýðheilsuvanda og hefur Lýðheilsusjóður, sem heilbrigðisráðherra skipar stjórn yfir, á síðustu þremur árum veitt tæpum 3,5 milljónum til forvarnarstarfs, meðferðar og rannsókna á spilafíkn.

Rannsóknir á spilavanda 16 til 18 ára ungmenna hér á landi sýnir að spilavandi er á bilinu 2-3 prósent. Árið 2012 sýndi rannsókn fram á að 2,5 prósent þjóðarinnar glímdi við spilavanda. Í mars á þessu ári lagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fram frumvarp á Alþingi sem gerði ráð fyrir að bann yrði sett við rekstri spilakassa. Í umsögn við frumvarpið frá embætti Landlæknis kom fram að landlæknir styddi bann við spilakössum. Í umsögninni sagði meðal annars að erlendar rannsóknir á spilafíkn sýndu „að þátttaka í spilakössum sé sú tegund fjárhættuspila sem tengist helst spilafikn“. Enn fremur var vísað til sænskrar rannsóknar sem sýndi að um 70 prósent af veltu frá spilakönnum kæmi frá fólki með spilavanda. Í spilavítum eru spilakassar alla jafna stór hluti þeirra fjárhættuspila sem boðið er upp á.

Á síðustu þremur árum hefur Lýðheilsusjóður, sem lögum samkvæmt er ætlað að styrkja lýðheilsustarf, úthlutað tæpum 3,5 milljónum króna til samtaka sem vinna gegn spilafíkn og til rannsókna á spilafíkn. Heilbrigðisráðherra skipar stjórn sjóðsins og fjármunir hans koma frá hlutfalli af áfengisgjaldi, af tóbakssölu og með framlagi úr ríkissjóði af fjárlögum.

„Þetta smellpassar fyrir Reykjavík“
Willum Þór Þórsson
í viðtali um framvarpið árið 2014

Í frétt Vísis frá árinu 2014, um frumvarp sem heimila myndi rekstur spilavíta, lýsti Willum því að spilavíti myndi styrkja íslenska ferðaþjónustu. „Þetta smellpassar fyrir Reykjavík,“ sagði Willum. Þar kom einnig fram að frumvarpið byggði á tveimur skýrslum sem einkaaðilar og áhugamenn um rekstur spilavíta. Önnur þeirra var unnin fyrir tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fyrrverandi knattspyrnumenn, en þeir höfðu þegar árið 2010 sýnt því áhuga að opna hér á landi spilavíti. Þeim bræðrum hafði Willum kynnst sem knattspyrnuþjálfari. „Þeir mösuðu mikið um þetta þegar ég var að þjálfa.“

Frumvarpinu slátrað í umsögnum

Frumvarp Willums fékk ekki umfjöllun á Alþingi fyrr en í þriðja skiptið sem það var lagt fram en þá má með allri sanngirni segja að því hafi verið slátrað í umsögnum. Málið var svæft í allsherjar- og menntamálanefnd árið 2016.

Átján umsagnir bárust um frumvarpið. Flestar voru þær frá aðilum sem segja má að hefðu orðið samkeppnisaðilar spilavíta, það er aðilum sem reka happdrætti og spilakassa hér á landi nú þegar. Þá bárust athugasemdir frá eigendum slíkra happdrætta einnig. Í flestum tilvikum lýstu umsagnirnar andstöðu við frumvarpið á forsendum þess að með því yrði vegið að „samfélagssáttmála“ um rekstur peningaspila á Íslandi, sem gengi út á að um áratugaskeið hefði ríkt sátt um það að hagnaði af peningaspilum væri varið til góðgerðarmála hér á landi.

„Í greinargerð með frumvarpinu er ekki gerð grein fyrir afleiðingum spilahalla á spilafíkn“
úr umsögn Happdrættis SÍBS

Í umsögnum þeirra aðila sem sáu fram á að lenda í samkeppni við spilavíti, yrði frumvarpið að lögum, var þó í sumum tilfellum vísað til hættunnar af því að heimila slíka starfsemi þegar kemur að spilafíkn. Þannig sagði í umsögn Happdrættis SÍBS: „Í greinargerð með frumvarpinu er ekki gerð grein fyrir afleiðingum spilahalla á spilafíkn; hvorki er vísað í innlendar rannsóknir né fylgir frumvarpinu greining á núverandi stöðu svo mæla megi áhrifin verði frumvarpið að veruleika.“ Í umsögn Íslandsspila var einnig vakin athygli á sömu áhættuþáttum og Íslensk getspá og Íslenskar getraunir voru á sömu nótum í umsögn sinni.

Sagt að frumvarpið bæri engin merki þess að sérfræðingar hefðu komið að því

Fastanefnd á sviði happdrættismála skilaði einnig inn umsögn um frumvarpið. Í nefndinni sitja fulltrúar þeirra félaga sem þegar halda úti peningaspilum hér á landi, auk þess sem í henni situr fulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn nefndarinnar var fjallað um þá hættu að ef frumvarpið yrði samþykkt setti það rekstur þeirra fyrirtækja sem um ræðir í uppnám en einnig var vísað til mögulegrar skaðsemi spilavíta þegar kæmi að peningaþvætti og spilafíkn. „Alvarlegustu annmarkarnir þó fólgnir í þeirri léttúð sem umfjöllun um mögulega skaðsemi af starfsemi spilahallar fær í frumvarpinu. Frumvarpið ber þess engin merki að sérfræðingar með þekkingu á peningaþvætti eða spilafíkn hafi komið að vinnu þess. Má sjá þess glögg merki að svo gott sem engrar þekkingar hafi verið aflað á þessum alvarlegu áhættuþáttum við mögulega starfsemi spilahalla hér á landi.“

Eini aðilinn sem skilaði inn umsögn sem segja má að hafi ekki átt viðskiptalegra hagsmuna að gæta var Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands en umsögnina ritaði Dr. Daníel Þór Ólason. Umsögn Daníels er ítarleg en hann hefur um langt árabil rannsakað spilahegðun og algengi spilavanda, eins og það er nefnt.

„Spilahallir munu því líklega auka á vanda þessa hóps“
Dr. Daníel Þór Ólason
um vanda þeirra sem glíma við spilafíkn

Í stuttu máli var það niðurstaða Daníels að með opnun spilavíta myndi framboð af peningaspilum aukast og nýjar gerðir peningaspila verði aðgengilegar, spil á borð við póker og rúllettu til að mynda. „Það sem einkennir þessar tegundir peningaspila er samfelld spilamennska með tiltölulega miklum spilahraða og tíðri endurgjöf vinninga en niðurstöður erlendra rannsókna benda til að slík peningaspil hafi að öllu jöfnu sterkari tengsl við spilavanda en aðrar tegundir.“

Þá segir einnig í umsögn Daníels að erlendar rannsóknir bendi til þess að 30 til 60 prósent tekna spilakassa og borðspila á borð við rúllettu, 21 og póker komi „úr vasa þess fámenna hóps sem á við spilavanda að stríða. Engin ástæða er til að halda að það verði öðruvísi hér á landi og ekki ólíklegt að tilvist spilahalla muni leiða til þess að þeir sem eiga við vanda að stríða muni leita í meira mæli eftir þeirri þjónustu sem þar er í boði. Spilahallir munu því líklega auka á vanda þessa hóps.“

Spilavíti myndu auka á vanda spilafíklaDr. Daníel Þór Ólason hefur um áraraðir rannsakað spilahegðun og spilavanda. Í umsögn um frumvarp Willums mælti hann eindregið gegn því að það yrði að lögum.

Aðeins ferðaþjónustan var jákvæð

Í umsögn Háskóla Íslands var vísað til umsagnar Dr. Daníels og eindregið varað við að það yrði að lögum. „Verði frum varpið að lögum eru líkur á að spilavandi aukist m eð tilheyrandi kostnaði fyrir sam félagið.“

Aðeins ein umsögn um frumvarpið var á jákvæðum nótum. Var það umsögn Samtök ferðaþjónustunnar en í henni sagði að það að heimila starfsemi spilavíta væri að mati samtakanna  „jákvætt skref í þróun afþreyingar hér á landi.“

Ekki náðist í Willum við vinnslu fréttarinnar.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Það verður fróðlegt að fylgjast með Wilhelm með spilavítin og Áslaugu Örnu með vínið í búðir ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu