fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Margrét Bjarnadóttir fetar í fótspor föður síns – Vill fimmta sætið í Garðabænum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 15:21

mynd/instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Bjarnadóttir, kokkur og laganemi, lýsti því nú fyrir skemmstu að hún gæfi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnakosningar í Garðabænum. Margrét er dóttir formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, og er því ekki langt að sækja áhugann á pólitík.

„Ég er þrjátíu ára gömul og bý í Sjálandshverfinu í Garðabæ ásamt kærastanum mínum og syni okkar. Ég er með sveinspróf í matreiðslu og stunda nám við lögfræði í Háskólanum í Reykjavík. Mest alla mína ævi hef ég búið í Garðabæ og vil hvergi annars staðar vera,“ skrifar Margrét í framboðstilkynningu sinni. „Hér gekk ég í leikskóla, grunnskóla og tók stúdentsprófið í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Einnig stundaði ég íþróttir í Stjörnunni og æfði á selló í Tónlistarskólanum í Garðbæ sem barn.“

„Í mínum huga er mikilvægt að listinn sé samsettur af fjölbreyttu fólki á öllum aldri. Það er nauðsynlegt að hafa ungt fólk á lista Sjálfstæðisflokksins sem hefur fjölbreytta sýn á samfélagið sem við búum saman í,“ segir hún jafnframt.

Ég legg áherslu á málefni fjölskyldunnar, leikskólamál og húsnæðismál.

Ég er móðir barns á leikskóla og hef mikinn metnað til þess að gera umhverfi og tækifæri barna ásamt starfsumhverfi skólana enn betra. Það eykur lífsgæði fjölskyldna í Garðabæ að hér séu reknir góðir leikskólar og að öll börn hafi tækifæri til að þroska hæfileika sína í félagsstarfi í bænum. Mikilvægi íþrótta- og tómstundastarfs verður seint ofmetið. Lýðheilsurökin eru vel þekkt og jákvæð áhrif fyrir félagsþroska en svo viljum við sjálfstæðismenn að allir fái njóta sín og sinna hæfileika í lífinu.

Á þeim grunni þarf að halda áfram að standa með öllu þessu starfi í bænum. Það er einnig mikilvægt að gera ungu fólki kleift að kaupa sér eign í Garðabæ, það þarf að vera raunverulegur kostur fyrir ungt fólk að búa í Garðabæ. Fjölbreyttar lausnir sem mæta ólíkum þörfum kynslóðanna en ekki síst laða að unga framtíðar Garðbæinga eru lykilatriði.

Það skiptir mig miklu máli að hér sé gott að búa og að við séum sveitarfélag sem tekur vel á móti ungum sem öldruðum. Mig langar til þess að gera Garðabæ að enn betra sveitarfélagi fyrir fjölskyldufólk og ég hef trú á því að ég eigi erindi í hóp bæjarfulltrúa í Garðabæ. Það eru spennandi tímar framundan og mörg tækifæri til þess að grípa.

Ég óska því eftir stuðningi Garðbæinga í 5. sætið.

Færslu Margrétar má sjá hér að neðan í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi