Miðjan var svolítið léleg

Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Ásgeir Sigurgeirsson og Líney Rut Halldórsdóttir …
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Ásgeir Sigurgeirsson og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ í keppnishöllinni í dag. Ljósmynd/ÍSÍ

Ásgeir Sigurgeirsson segir að hann hefði viljað gera betur en að enda í 28. sæti í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi á Ólympíuleikunum í morgun. 

„Ég byrjaði vel og endaði vel en það var miðjan sem var svolítið léleg bara. Einbeitingin fór eiginlega bara á þeim tíma," sagði Ásgeir í viðtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV að keppni lokinni.

Ásgeir sagði að þetta hefði verið miklu erfiðara í dag en þegar hann endaði í 14. sæti í greininni á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hann væri ekki í eins góðu formi í dag en viðtalið má sjá og lesa á ruv.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert