Njarðvík fór illa með Breiðablik

Njarðvík vann sannfærandi sigur á Fjölni.
Njarðvík vann sannfærandi sigur á Fjölni. mbl.is/Árni Sæberg

Njarðvík átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Breiðablik, 85:45, í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Heimakonur í Njarðvík unnu fyrsta leikhlutann 17:9 og var staðan í hálfleik 31:22. Njarðvík vann þriðja leikhlutann 30:7 og var eftirleikurinn auðveldur fyrir meistarana, sem hafa nú unnið þrjá leiki í röð.

Raquel De Lima Laneiro skoraði 16 stig fyrir Njarðvík, eins og Erna Hákonardóttir. Rósa Björk Pétursdóttir skoraði 17 stig og tók 12 fráköst fyrir Breiðablik.

Njarðvík er í fjórða sæti með 22 stig en Breiðablik í sjöunda sæti af átta liðum með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert