Höfum tekið nokkur jákvæð skref

Hjörtur Hermannsson lék vel í vörn Íslands í kvöld og …
Hjörtur Hermannsson lék vel í vörn Íslands í kvöld og á hér í höggi við Robert Lewandowski AFP

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu sagði eftir jafnteflið gegn Pólverjum í Poznan í dag að íslenska liðið hefði tekið nokkur jákvæð skref í þeirri þriggja leikja  törn sem nú er að baki.

„Það helsta sem við vildum fá út úr þessu var að við vildum halda áfram að vinna í hugmyndafræðinni. Við vildum halda áfram að sýna leikmönnum og æfa varnarleikinn og hvernig við viljum hafa varnarfærslurnar okkar á móti mismunandi leikaðferðum andstæðinganna. Þar höfum við tekið nokkur jákvæð skref.

Það sem var svo helst í sókninni var að við vildum fara vel í sóknarfærslur og sendingafærslur. Það er svona það sem ég tek helst út úr þessu er það að ef við horfum á leikinn í Dallas og leikinn í dag að í leikjum á móti Mexíkó og Póllandi sem eru mjög öflug lið að sóknin er góð og við erum að halda boltanum betur og lengur,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í viðtali sem Ómar Smárason hjá KSÍ tók fyrir RÚV eftir leikinn í Poznan.

ég er ánægðastur með það að þegar við töluðum um leikinn í Færeyjum að þá sögðumst við hafa sýnt góða frammistöðu í Dallas á móti Mexíkó en samt sem áður tapað honum. En eftir sigurinn í Færeyjum töluðum við um það að við vildum sauma saman bæði góða frammistöðu og góð úrslit. Það gekk upp í dag og við tökum það með okkur úr þessu. En ég er líka ánægður með að sjá leikmennina mína svekkta inn í klefa að hafa tapað þessum leik niður í jafntefli,“ sagði Arnar Þór en viðtalið í heild má sjá á ruv.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert