Solid Clouds kynnir nýjan leik

Starborne: Frontiers er annar leikurinn í Starborne-seríunni.
Starborne: Frontiers er annar leikurinn í Starborne-seríunni. Ljósmynd/Solid Clouds

Íslenski tölvu­leikja­fram­leiðand­inn Solid Clouds birt­ir í dag nýja kitlu úr vænt­an­leg­um tölvu­leik, sem ber heitið Star­borne: Frontiers og kem­ur út um mitt næsta ár.

Frontiers er hannaður fyr­ir snjallsíma og verður einnig spil­an­leg­ur á far- og borðtölvu, en nýi leik­ur­inn er viðbót við Star­borne heim­inn sem Solid Clouds hef­ur unnið að því að skapa síðustu ár.

Hundruð þúsunda spil­ara

Þegar hef­ur fé­lagið gefið út leik­inn Star­borne: So­v­er­eign Space, sem yfir 400 þúsund spil­ar­ar hafa spilað. Frontiers fer með þenn­an stóra leikja­heim í nýja átt og kynn­ir spil­ar­ann fyr­ir fjölda ólíkra fylk­inga sem tak­ast á í víðfeðmum framtíðar­heimi, eins og seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Solid Clouds.

Fyrri leik­ur Solid Clouds er fjöl­spil­un­ar­leik­ur með djúpri herkænsku sem er spilaður á löng­um tíma í senn, á meðan Star­borne: Frontiers er aðgengi­leg­ur jafnt fyr­ir fólk sem vill spila ein­samalt eða með öðrum, með „skemmti­lega sögu og gríp­andi leik­k­erfi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Mér finnst mjög spenn­andi að geta farið að segja dýpri sög­ur í leikj­un­um okk­ar,“ er haft eft­ir Stefáni Gunn­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra Solid Clouds í til­kynn­ing­unni.

„Við erum búin að skapa stór­an heim og tækni­grunn sem ger­ir okk­ur kleift að skapa íburðarmeiri sög­ur og meiri hlut­verka­leik, og það er mjög gef­andi.“ 

Í Star­borne: Frontiers fara spil­ar­ar í hlut­verk for­ingja yfir geim­flota sem safn­ar sér geim­skip­um og berst við óvini úr ýms­um fylk­ing­um. Sag­an er spenn­andi og full af óvænt­um uppá­kom­um og per­sónugalle­ríið er lit­ríkt.

Gei­mó­gn­ir, herkænska og valda­bar­átta

Leik­menn geta notið þess að sjá skipa­flot­ann sinn stækka, betr­um­bæta geim­skip­in og bæta við sig nýj­um aðferðum til að sigr­ast á and­stæðing­um sín­um. Í leikn­um gefst kost­ur á að kanna him­in­geim­inn í Star­borne heim­in­um, berj­ast við aðra spil­ara, ná yf­ir­ráðum yfir nýj­um svæðum og berj­ast við ólík­ar óvina­fylk­ing­ar til að ná lengra og öðlast meiri völd.

Herkænska skipt­ir sköp­um í Star­borne: Frontiers, en ekki síður að byggja upp öfl­ug­an geim­flota til að geta mætt stærstu ógn­um him­in­hvolf­anna.

Ókannaðar slóðir him­in­geims­ins bíða, og nú er hægt að berja aug­um brot af því sem Solid Clouds hyggst bera á borð í Star­borne: Frontiers. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert