Jói Kalli framlengdi

Jóhannes Karl Guðjónsson og Åge Hareide.
Jóhannes Karl Guðjónsson og Åge Hareide. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við KSÍ sem gildir til loka ársins 2025.

Jóhannes Karl, ávallt kallaður Jói Kalli, hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins frá því í janúar árið 2022, fyrst við hlið Arnars Þórs Viðarssonar og undanfarið ár hefur hann verið Norðmanninum Åge Hareide til halds og trausts.

Í tilkynningu frá KSÍ segir að samningur Jóa Kalla muni framlengjast sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti á HM 2026 og sömuleiðis komist íslenska liðið í lokakeppni mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert