„Baráttan heldur áfram“

Úkraínskur hermaður sem hefur barist í Bakhmút.
Úkraínskur hermaður sem hefur barist í Bakhmút. AFP/Sergey Shestak

Úkraínsk stjórnvöld segja herinn enn berjast í borginni Bakhmút og hafa yfirráð yfir svæði í austanverðri borginni.  Wagner-liðar rúss­neska hers­ins, lýstu því yfir á laugardag að Rúss­ar hefðu náð að her­taka borgina. 

Fyrr í dag sagði Jev­gení Prigó­sjín, yf­ir­maður Wagner-liða, á Telegram að rússneski herinn myndi taka yfir borgina 1. júní er allir Wagner-liðar hafa yfirgefið Bakhmút. 

„Baráttan heldur áfram,“ sagði Ganna Malyar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu. Þá greindi hún frá því að „flugvéla“-hverfið í borginni sé enn undir stjórn Úkraínumanna. 

Bakhmút er nánast rústir einar.
Bakhmút er nánast rústir einar. AFP/Úkraínuher
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert