KR-ingar þétta raðirnar

Shawn Glover og Jakob Örn Sigurðarson í leik KR og …
Shawn Glover og Jakob Örn Sigurðarson í leik KR og Tindastóls á síðasta tímabili. Jakob verður aðstoðarþjálfari KR í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR hefur bætt við sig reyndum leikmanni fyrir átökin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur. 

Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover sem kom við sögu hjá Tindastóli síðasta vetur er genginn í raðir KR-inga. Karfan.is segir frá þessu í kvöld en jafnframt má sjá að fullyrt sé á wikipediasíðu Glover að hann sé orðinn KR-ingur. 

Glover skoraði 26 stig að meðaltali í ellefu leikjum hjá Stólunum síðasta vetur.

Glover er 201 cm og hefur leikið víða sem atvinnumaður frá árinu 2014. Hefur hann verið á Spáni, í Ungverjalandi, Ísrael, Úrúgvæ og Danmörku. Í Danmörku gekk Glover afskaplega vel var lykilmaður þegar Bakken Bears varð bikarmeistari árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert