Hvolpar fylla höllina af gleði

Drottningin er mikil hundakona, en hún ræktaði Corgi hunda um …
Drottningin er mikil hundakona, en hún ræktaði Corgi hunda um árabil. mbl

Tveir litlir hvolpar af tegundinn corgi fylla nú Buckingham-höll af gleði á meðan Filippus hertogi af Edinborg liggur inni á spítala. Elísabet Englandsdrottning er sögð hafa fengið hvolpana fyrir um tveimur vikum og gleðja þeir mikið á erfiðum tímum. 

Hvolparnir litlu eru sagðir vera gjöf til drottningarinnar frá öðrum áhugamanni um corgi-tegundina. Drottningin hefur átt yfir 30 hunda frá því að hún var krýnd og allir hafa þeir verið undan Susan, corgi-hundinum sem hún eignaðist þegar hún var 18 ára. Nýju hvolparnir eru ekki af þeirri ætt. 

Filippus hertogi liggur enn á spítala en hann fór í hjartaaðgerð í vikunni og heppnaðist hún vel að sögn fjölskyldunnar. Hann er var lagður inn 16. febrúar síðastliðinn.

Drottningin hætti að rækta hunda árið 2018 og síðasti hundurinn sem hún ræktaði, Whisper, hvarf á vit feðra sinna í október sama ár. Þá átti hún eftir tvo hunda af tegundinni dorgi, Candy og Vulcan, en Vulcan drapst í nóvember á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg