Vara við hálku á Akureyri

Mjög mikil hálka er innanbæjar á Akureyri.
Mjög mikil hálka er innanbæjar á Akureyri. Facebook-síða slökkviliðsins á Akureyri

Lögregla og slökkvilið á Akureyri vilja vara við mikilli hálku í bænum en þar hefur hlýnað um tvær til þrjár gráður og því mikil hálka á þeim stöðum þar sem enn var snjór. 

Slökkviliðið biður gangandi vegfarendur um að nota brodda og þá sem eru akandi að fara varlega.

Rólegt var á Akureyri í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni þar. 

Spáin gerir ráð fyrir austan 8-13 m/s og slyddu með köflum og snjókomu til fjalla á Norðurlandi eystra í dag en rigning við ströndina. Lægir eftir hádegi. Hiti kringum frostmark.

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og flughálka á nokkrum stöðum um norðanvert landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert