Bandaríkin noti ólympíuleika sem pólitískt bitbein

Mótmælendur kalla eftir sniðgöngu leikanna.
Mótmælendur kalla eftir sniðgöngu leikanna. AFP

Kínverska ríkisstjórnin sakar Bandaríkin um að gera íþróttir að pólitísku bitbeini eftir að Antony Blinken utanríkisráðherra viðraði þá hugmynd að sniðganga vetrarólympíuleikanna sem eiga að fara fram í Kína á næsta ári.

Leikarnir munu fara fram í Peking í febrúar en Blinken segist vera í nánu samtali við vinaþjóðir um sniðgöngu sökum þeirra mannréttindabrota sem kínverska ríkisstjórnin hefur framið bæði í Hong Kong og Xinjiang. Hann segir frekari upplýsinga að vænta frá þeim á næstu vikum.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir blöndun stjórnmála og íþrótta ganga gegn ólympíusáttmálanum og bitna hvað mest á íþróttafólkinu. „Ríki eiga ekki að nota ólympíuleikanna til þess að koma sínum stjórnmálaskoðunum á framfæri,“ er haft eftir talsmanninum á fréttaveitu AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert