Kvartað undan rjúpnaskyttum á fjórhjólum

Öll meðhöndlun hlaðinna skotvopna er bönnuð á eða við farartæki …
Öll meðhöndlun hlaðinna skotvopna er bönnuð á eða við farartæki nær en 250 metra. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist kvartanir vegna veiðimanna sem hafa sótt veiðisvæði innan embættisins á fjórhjólum.

Þetta kemur fram á facebooksíðu embættisins, þar sem greint er frá því að sé vopnið mundað á meðan fjórhjólin eru keyrð sé það brot á lögum á nokkra vegu.

„Fyrir það fyrsta er öll meðhöndlun hlaðinna skotvopna bönnuð á eða við farartæki nær en 250 m, vopn skal ekki meðhöndla opinberlega og við burð og flutning á skotvopnum milli staða skulu þau vera óhlaðin og í umbúðum. Á þetta einnig við um flutning vopns til og frá veiðislóð. Eins má ekki skjóta á, yfir eða frá vegi enda getur slíkt skapað stórhættu.

Þá er einnig með öllu óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum við rjúpnaveiðar en þau má einungis nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegslóðum og þá með vopnin með fyrrnefndum hætti,“ er útskýrt á síðu lögreglunnar. 

Þá er sérstaklega áréttað að þrátt fyrir að kveðið sé á um undantekningu á banni við akstri vélknúinna ökutækja utan vega í náttúruverndarlögum eigi það ekki við um flutning veiðimanna á veiðisvæði. 

Sjá má færslu lögreglunnar í heild sinni hér: 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert