Aþena í úrvalsdeild í fyrsta skipti

Darina Andriivna Khomenska tilfinningarík í leikslok.
Darina Andriivna Khomenska tilfinningarík í leikslok. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Aþena tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð.

Aþenukonur gerðu þá góða ferð á Skagafjörð og sigruðu Tindastól, 77:72, í fjórða leik úrslitaeinvígis liðanna. Aþena vann einvígið 3:1 og leikur í efstu deild í fyrsta skipti á næsta tímabili. 

Leikurinn í kvöld var æsispennandi allan tímann og var staðan í hálfleik 36:33, Aþenu i vil. Jafnræðið hélt áfram í seinni hálfleik og var staðan 72:72 þegar tvær mínútur voru eftir. Gestirnir úr Aþenu voru sterkari í blálokin og fögnuðu vel í leikslok.

Sianni Martin skoraði 25 stig fyrir Aþenu og tók níu fráköst sömuleiðis. Barbara Zieniewska gerði 15 stig. Andriana Kasapi var stigahæst hjá Tindastóli með 21 stig. Ifunanya Okoro gerði 15 og tók átta fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert