Viðskipti innlent

Sig­rún ráðin markaðs­stjóri Lífs­verks líf­eyris­sjóðs

Atli Ísleifsson skrifar
Sigrún Eyjólfsdóttir.
Sigrún Eyjólfsdóttir. Aðsend/Íris Dögg

Sigrún Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði.

Í tilkynningu kemur fram að Sigrún muni sinna ýmsum verkefnum á sviði markaðs- og kynningarmála ásamt starfi persónuverndarfulltrúa.

„Sigrún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengst af í fjármálageiranum, hjá Straumi-Burðarási, Skilanefnd Kaupþings, MP banka og Kviku banka, meðal annars á sviði markaðs- og mannauðsmála. Þá hefur Sigrún starfað undanfarin ár í ferðaiðnaðinum við markaðs- og kynningarmál.

Sigrún er með MS gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og lauk grunnnámi í spænsku og sagnfræði frá sama skóla. Hún hefur þegar tekið til starfa,“ segir í tilkynningunni.

Lífsverk er lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða og var stofnaður 1954.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×