Sport

„Er samningslaus en það getur vel verið að ég verði áfram á Sauðárkróki“

Andri Már Eggertsson skrifar
Baldur Þór Ragnarsson var svekktur eftir leik
Baldur Þór Ragnarsson var svekktur eftir leik Vísir/Bára Dröfn

Tindastóll tapaði í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Val 73-60. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var sár eftir leik og var óviss með framtíð sína hjá félaginu.

„Það er ekki hægt að lýsa því hversu svekkjandi það var að tapa þessum leik. Ég er stoltur af liðinu mínu sem lagði allt í þetta en Valur var betra liðið,“ sagði Baldur Þór svekktur í fagnaðarlátum Vals.

Baldur hrósaði Hjálmari Stefánssyni sem byrjaði á bekknum en gerði 24 stig og reyndist hetja Vals. 

 „Valur átti hetjuna í Hjálmari Stefánssyni. Hann mætti með leik sem var ekki hægt að sjá fyrir í undirbúningnum og þá fór þetta svona.

Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls, gerði 17 stig í fyrri hálfleik en náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik þar sem hann endaði stigalaus.

„Valur spilaði töluvert betri vörn á Badmus í seinni hálfleik og það reyndist honum erfitt.“

Baldur Þór er samningslaus og er óviss hvort hann muni þjálfa Tindastól á næsta tímabili.

„Ég er samningslaus og þetta verður bara að koma í ljós. Það getur vel verið að ég verði áfram á Sauðárkróki, sagði Baldur og bætti við að önnur félög hafi ekki sett sig í samband við hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×