Skotið á mótmælendur í Mjanmar

Fólk flutt til aðhlynningar eftir að herinn tók að skjóta …
Fólk flutt til aðhlynningar eftir að herinn tók að skjóta á mótmælendur í Mandalay í Mjanmar. AFP

Vitni í Mjanmar hafa greint frá því að herinn hafi skotið á mótmælendur þar sem tugir þúsunda héldu út á götu að mótmæla valdaráninu þar í landi í dag. Tveir lágu í valnum, fjöldi særðra liggur ekki fyrir.

The Guardian greinir frá.

Ungur maður og táningsdrengur eru sagðir hafa látist í Mandalay í gær eftir að lögreglan og herinn tóku að skjóta á mótmælendur til að tvístra mannfjöldanum sem saman var kominn.

Þegar hafa Sameinuðu þjóðirnar, Frakkar, Singapúr og Bretar fordæmt notkun skotvopna og Facebook hefur eytt aðalsíðu hersins á miðlinum.

Mandalay er næststærsta borg Mjanmar. Spenna jókst þar þegar herinn og lögregla skiptu sér af verkfalli starfsmanna í skipasmíðastöð.

Mótmælendur tíndu saman skothylki, máli sínu til stuðnings.
Mótmælendur tíndu saman skothylki, máli sínu til stuðnings. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert