Enski boltinn

Besti leikur okkar hér undir minni stjórn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp sagði frammistöðu Liverpool í dag þá bestu á Goodison Park síðan hann tók við stjórn liðsins.
Klopp sagði frammistöðu Liverpool í dag þá bestu á Goodison Park síðan hann tók við stjórn liðsins. Laurence Griffiths/Getty Images

Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Everton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ef ekki væri fyrir ný viðmið í myndbandsdómgæslu á Englandi hefði Liverpool eflaust unnið leikinn. 

Jürgen Klopp var sáttur við margt í leik sinna manna og sagði í viðtali eftir leik að þetta hefði verið bestur leikur Liverpool á Goodison Park undir hans stjórn.

„Eftir að við skiptum um leikkerfi fengum við á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum,“ sagði Klopp um mörkin tvö sem Everton skoraði.

„Við vorum betri aðilinn gegn liði sem hefur verið á mikilli siglingu. Mismunandi hluti áttu sér stað í dag. Þessar rangstöður, ég sá ekki atvikið þegar Pickford fór í Virgil van Dijk nægilega vel,“ sagði Klopp um áhugaverðar ákvarðanir dómarans í dag.

Van Dijk þurfti að fara meiddur af velli eftir að Jordan Pickford, markvörður Everton, tæklaði hann illa innan teigs. Rangstaða var dæmd og því ekkert dæmt á tæklinguna.

„Ég veit ekki hvar línan er, ég veit ekki hvenær það má dæma rangstöðu,“ sagði Klopp um mark Jordan Henderson sem hefði að öllum líkindum verið sigurmark leiksins.

„Já við áttum að vinna leikinn. Strákarnir áttu frábæran leik gegn liði með mikið sjálfstraust og mikil gæði. Við vorum betri aðilinn frá fyrstu sekúndu leiksins,“ sagði þjálfarinn að endingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×