Sannfærandi sigur Vals í Kórnum

Guðmundur Andri Tryggvason og Valgeir Valgeirsson eigast við í Kórnum …
Guðmundur Andri Tryggvason og Valgeir Valgeirsson eigast við í Kórnum í kvöld. mbl.is/Sigurdur Unnar Ragnarsson

Vals­menn unnu afar sann­fær­andi 3:0 sig­ur á HK í Kórn­um í kvöld og styrktu þar með stöðu sína á toppi úr­vals­deild­ar karla í fót­bolta. 

Pat­rick Peder­sen skoraði fyrsta mark leiks­ins á 44. mín­útu þegar hann fékk næg­an tíma til að at­hafna sig í teig HK-inga, þakkaði fyr­ir það og renndi hon­um snyrti­lega í netið.

Birk­ir Már Sæv­ars­son skoraði annað mark leiks­ins í byrj­un seinni hálfleik en þá fékk hann send­ingu inn í teig frá Birki Heim­is­syni tók bolt­ann viðstöðulaust og smellti hon­um í fjær hornið.

Það var svo Andri Ad­olfs­son sem setti síðasta nagl­ann í lík­kistu HK-inga á 66. mín­útu þegar hann skoraði ansi huggu­legt mark, slá­in inn.

Sig­ur Vals­manna þýðir það að þeir sitja enn í efsta sæti deild­ar­inn­ar. HK-ing­ar eru sem fyrr í 11. sæti deild­ar­inn­ar með ein­ung­is 10 stig.

Þetta var leikur tveggja hálfleika en það er með hreinum ólíkindum að staðan hafi verið 1:0 fyrir Val þegar Helgi Mikael dómari leiksins flautaði til hálfleiks. HK-ingar fengu urmul af færum i fyrri hálfleik og voru mun betri aðilinn.

Þeirra hættulegasta sókn var um miðjan fyrri hálfleikinn en þá bjó Birnir sér til gott færi sem endaði með skoti í innanverða stöngina. Það var ótrúlegt að HK hafi ekki náð að nýta eitt af þeim sem þeir færu en Hannes í marki Valsmanna var hreint út sagt frábær á þessum kafla og hreinlega neitaði að fá á sig mark.

Valsmenn náðu svo eins og fyrr segir að skora úr eina færinu sínu í fyrri hálfleik á 44. mínútu.

Í seinni hálfleik var sagan hinsvegar önnur en þar voru Valsmenn mun sterkari aðilinn en Birkir Már setti tóninn í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skoraði líklega fallegasta mark sitt á ferlinum.

Í seinni hálfleik sást munurinn á liðunum en Valur er að berjast á toppi deildarinnar á meðan HK-ingar eru að reyna bjarga sér frá falli.

Fyrir þennan leik í Kórnum voru Valsmenn búnir að tapa fjórum leikjum í röð en slíkt hefur líklega ekki gerst lengi hjá Valsmönnum, þetta var því afar mikilvægur sigur fyrir þá en liðin sem eru fyrir neðan þau í töflunni eru ekki langt undan.

Það er hinsvegar alvöru fallbarátta framundan hjá HK-ingum en þeir sitja eins og fyrr segir í 11 sæti með 10 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Spilamennska HK-liðsins í fyrri hálfleik gefur samt sem áður góð fyrirheit ef þeir halda því áfram en þeir þurfa svo sannarlega á því að halda að skila slíkri frammistöðu í heilan leik og fá stig á töfluna því ef það fer ekki að breytast verður að telja ansi líklegt að það verði leikið í Lengjudeildinni í Kórnum á næsta tímabili.

HK 0:3 Valur opna loka
90. mín. Leik lokið Sannfærandi sigur Valsmanna er niðurstaðan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert