Innlent

Spegillinn hafnar á­sökunum Ás­laugar Örnu um pólitíska af­stöðu og af­flutning

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Áslaug Arna sakaði fréttamann Spegilsins um að hafa lýst yfir pólitískri afstöðu í fréttaflutningi sínum um skýrslu GRECO.
Áslaug Arna sakaði fréttamann Spegilsins um að hafa lýst yfir pólitískri afstöðu í fréttaflutningi sínum um skýrslu GRECO. Vísir/Vilhelm

Spegillinn hafnar því algerlega að í pistli sem birtur var á mánudaginn síðastliðinn um efni í skýrslu GRECO samtakanna um íslenska stjórnsýslu hafi fréttamaður Spegilsins ekki greint rétt frá efninu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Fram kemur í frétt RÚV að Spegillinn standi við efni pistilsins. Fréttamaðurinn sem hann hafi flutt hafi ekki lýst yfir pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir. Þá segir að orð ráðherra um að fréttamaðurinn hafi ekki greint rétt frá séu tilhæfulaus.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýndi fréttaflutning fréttamanns RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu. Áslaug Arna skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þess efnis þar sem hún sagði fréttamanninn hafa kosið að „afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir.“


Tengdar fréttir

Litlu áorkað í löggæslumálum að mati Greco

Íslensk stjórnvöld hafa innleitt fjórar af þeim átján tillögum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til að innleiddar væru hér á landi til þess að sporna gegn spillingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×