Þrír létust í árásinni og tólf særðust

Flutningabílar með fullfermi neyðarbirgða keyra inn á suðurhluta Gasasvæðisins um …
Flutningabílar með fullfermi neyðarbirgða keyra inn á suðurhluta Gasasvæðisins um Kerem Shalom-landamærin fyrir skemmstu. AFP

Ísraelski herinn hefur gefið það út að þrír hermenn hafi látist og tólf særst eftir að eldflaugadrífu var skotið að Kerem Shalom-landa­mær­un­um á Suður-Gasa.

Þrír eru sagðir alvarlega særðir. 

Landamærin eru hin sömu og notuð hafa verið til þess að flytja hjálpargögn á Gasasvæðið. 

Árás­in var gerð skömmu eft­ir að Ísra­els­stjórn hafnaði vopna­hléstil­lög­um hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as. 

Herskár hluti Hamas-samtakanna hefur lýst árásinni á hendur sér.

AFP segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert