Skráning í neðri deildir Vodafonedeildarinnar

Vodafonedeildin í Counter-Strike:Global Offensive.
Vodafonedeildin í Counter-Strike:Global Offensive. Grafík/Vodafonedeildin

Nú styttist óðum í að neðri deildir Vodafonedeildarinnar í leiknum Counter-Strike:Global Offensive hefjist. Á sama tíma hefst áhugamannadeild, sem heitir Almenna deildin, sem er nýjung í mótum leiksins hér á landi.

Neðri deildir og Almenna deildin hefjast 27. október

Hefst keppni bæði í neðri deildum og Almennu deildinni þann 27. október næstkomandi. Það tímabil sem er nú að renna upp í CS:GO deildum landsins verður með aðeins öðruvísi sniði en áður. Leiktímabilið er nú frá hausti til vors, en áður var því skipt niður í tvö tímabil.

Skráningu lýkur 15. október

Skráning er opin fyrir ný lið í bæði neðri deildir og Almennu deildina, en hægt er að nálgast upplýsingar og skrá sig hér. Skráningu í báðar deildir líkur 15. október næstkomandi klukkan 23:59.

Athugið að skráning er aðeins ætluð liðum, svo nú er tilvalið að safna í lið, skrá það til leiks og sýna hvað í ykkur býr. Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert