Sjö mörk og þrjú rauð spjöld

Dusan Vlahovic skoraði fyrsta mark Fiorentina.
Dusan Vlahovic skoraði fyrsta mark Fiorentina. AFP

Fiorentina er komið áfram í átta liða úrslit ítalska bikarsins í fótbolta eftir ótrúlegan 5:2-sigur á Napólí á útivelli í 16-liða úrslitum í kvöld.

Dusan Vlahovic kom Fiorentina yfir á 41. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Dries Mertens. Hasarinn var ekki búinn í fyrri hálfleik því Bartlomiej Dragowski hjá Fiorentina fékk beint rautt spjald í uppbótartíma hálfleiksins.

Napóli tókst hinsvegar ekki að nýta sér liðsmuninn því Cristiano Biraghi kom Fiorentina yfir á 57. mínútu. Jafnt var í liðum þegar Hirving Lozano í liði Napólí fékk beint rautt spjald á 84. mínútu. Heimamenn urðu svo manni færri þegar Fabián Ruiz fékk sitt annað gula og þar með rautt.

Það reyndist liðunum vel að vera manni færri í seinni hálfleik því Napóli jafnaði í uppbótartíma er Andrea Petagna skoraði og því varð að framlengja.

Liðsmunurinn taldi loks í framlengingunni því Lorenzo Venuti, Krzysztof Piatek og Youssef Maleh skoruðu allir fyrir Fiorentina í henni og tryggðu liðinu sigurinn og farseðil í átta liða úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert