Ekki í takt við fögur fyrirheit

Mikill fjöldi sjúkraliða starfar hjá Landspítala en ekki nógu mikill …
Mikill fjöldi sjúkraliða starfar hjá Landspítala en ekki nógu mikill enda skortir spítalann starfsfólk. mbl.is/Unnur Karen

Sjúkraliðafélag Íslands segir langvarandi mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu staðreynd sem bregðast þurfi við „af krafti“. Stjórnmálamenn ræði oft um vandann en bregðist ekki við. 

„Raunveruleikinn er því miður sá að í nýrri fimm ára fjármálaáætlun stjórnvalda kemur fram að árleg fjáraukning til heilbrigðismála til ársins 2026 verður einungis á bilinu 1,3% - 1,7%. Á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar lækka útgjöld til heilbrigðismála um 2% stig á milli ára. Því til viðbótar munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækka beinlínis næstu fimm árin þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara,“ segir í ályktun frá fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands. 

Sandra B. Franks er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Sandra B. Franks er formaður Sjúkraliðafélags Íslands

„Þessi áætlun er alls ekki í takt við fögur fyrirheit og mun ekki bæta stöðuna og er í raun skerðing á fjármagni til heilbrigðismála.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert