Lífið

Sigur­líkur Ís­lands aukast eftir æfinguna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Íslenski hópurinn fyrir utan Útvarpshúsið áður en lagt var í hann til Hollands.
Íslenski hópurinn fyrir utan Útvarpshúsið áður en lagt var í hann til Hollands.

Svo virðist sem sigurlíkur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, séu meiri í dag en í gær. Veðbankar hafa að undanförnu talið sveitina þá sjöttu líklegustu til sigurs, en nú hefur sveitin, með lagið 10 Years, skotist upp í það fjórða.

Þetta er samkvæmt vefsíðunni Eurovisionworld, sem eins og nafnið gefur til kynna er tileinkuð keppninni.

Það er ekki úr vegi að ætla að fyrsta æfing íslenska hópsins í Ahoy-höllinni í Rotterdam hafi þarf haft sitt að segja, en hún fór fram fyrr í dag. Þar kom meðal annars í ljós að sveitin mun í keppninni brúka hljóðfæri sem hún hefur ekki notað áður, til að mynda bogið píanó.

Æfingunni virðist hafa verið vel tekið en þessa stundina er Ísland talið eiga um níu prósenta líkur á sigri. Í efsta sæti Eurovisionworld situr franska framlagið með átján prósenta sigurlíkur. Þar á eftir koma Malta og Sviss.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×