Öfgasinnar réðust á lögreglu í Róm

AFP

Ítalskir mótmælendur hafa bæst í hóp þeirra Evrópubúa sem eru ósáttir við hertar sóttvarnareglur í álfunni. Til átaka kom í Róm í nótt vegna hertra sóttvarnareglna.

Félagar í Forza Nuova öfgaflokknum réðust á lögreglu í Róm …
Félagar í Forza Nuova öfgaflokknum réðust á lögreglu í Róm í nótt. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við veldisvexti kórónuveirusmita og fjölgun smita ógni möguleikum heilbrigðiskerfum ríkja að takast á við aðra bylgju faraldursins. 

Um 200 grímuklæddir öfgasinnar úr stjórnmálaflokknum Forza Nuova réðust á óeirðalögregluna í Róm skömmu eftir miðnætti. Kveiktu þeir í flugeldum og rusli og köstuðu í lögreglu. óeirðaseggir voru handteknir við mótmælin í nótt í Róm. Hundruð tóku þátt í mótmælum fyrr um kvöldið í Napólí og þar var kveikt í ruslafötum og öllu lauslegu kastað í lögreglu. 

Félagar í öfgasamtökunum réðust á lögreglu í Róm í nótt.
Félagar í öfgasamtökunum réðust á lögreglu í Róm í nótt. AFP

Á Ítalíu er efnahagslífið mjög illa sett eftir að skellt var í lás í tvo mánuði fyrr á árinu. Kreppan þar er sú versta sem þjóðin hefur gengið í gegnum frá lokum seinni heimstyrjaldar. Hingað til hefur tekist að forðast svipaðar lokunaraðgerðir vegna Covid-19 en vegna mikillar fjölgunar smita undanfarna daga var ákveðið að herða sóttvarnareglur að nýju. 

Félagar í Forza Nuova köstuðu flugeldum í lögreglu.
Félagar í Forza Nuova köstuðu flugeldum í lögreglu. AFP

Ítalir eru ekki þeir einu sem hafa fengið sig fullsadda af hertum reglum í álfunni og í vikunni hefur komið til mótmæla í ýmsum ríkjum Evrópu. Þar á meðal Spáni, Sviss og Tékklandi. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert