Grindavík tryggði sér oddaleik

Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfar Grindavík.
Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfar Grindavík. Ljósmynd/UMFG

Grindavík tryggði sér oddaleik við Njarðvík um sæti í efstu deild kvenna í körfubolta með 67:64-heimasigri í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi umspilsins í kvöld.

Njarðvík vann tvo fyrstu leikina en Grindavík neitaði að gefast upp og hefur nú unnið tvo í röð.

Janno Jaye Otto skoraði 23 stig og tók 11 fráköst fyrir Grindavík og Hekla Eik Nökkvadóttir skoraði 17 stig. Chelsea Jennings skoraði 26 stig og tók 11 fráköst fyrir Njarðvík.

Oddaleikurinn fer fram í Njarðvík á laugardaginn kemur.

Grindavík - Njarðvík 67:64

HS Orku-höllin, 1. deild kvenna, 09. júní 2021.

Gangur leiksins:: 4:8, 4:10, 10:15, 14:21, 19:25, 24:31, 25:33, 27:37, 33:40, 37:42, 43:46, 48:52, 53:53, 57:60, 59:60, 67:64.

Grindavík: Janno Jaye Otto 23/11 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 17/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 7/8 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 7/4 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 5, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 3, Sædís Gunnarsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn.

Njarðvík: Chelsea Nacole Jennings 26/11 fráköst/5 stolnir, Helena Rafnsdóttir 16/12 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 8/10 fráköst/7 stoðsendingar, Krista Gló Magnúsdóttir 7, Þuríður Birna Björnsdóttir 2, Eva María Lúðvíksdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 1.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Georgia Olga Kristiansen, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 225

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert