Beint: Vísindarannsóknir á tímum heimsfaraldurs

Vísindarannsóknir í heilbrigðissviði verða til umræðu á málþingi vísindasiðanefndar í …
Vísindarannsóknir í heilbrigðissviði verða til umræðu á málþingi vísindasiðanefndar í dag. AFP

Vísindasiðanefnd hefur boðar til opins málþings um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði á tímum Covid-19 kl. 13 í dag. Framsöguerindi verða m.a. frá Ölmu Möller landlækni, Helgur Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar og Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 

Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um málþingið segir að markmið þess sé að leiða saman fulltrúa rannsóknasamfélagsins, heilbrigðisyfirvalda og eftirlitsaðila til að ræða þá möguleika og þær áskoranir sem felast í rannsóknum meðan á faraldri stendur.

Þingið hefst kl. 13 og er áætlað að það standi til kl. 16. Þátttakendur á málþinginu munu flytja framsöguerindi um reynslu síðustu mánaða og koma saman í pallborði. 

Dagskráin er eftirfarandi: 

13.05 Ávarp, Sunna Snædal, læknir og formaður vísindasiðanefndar
13.15 Alma D. Möller, landlæknir
13.30 Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
13.45 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar
14.00 Karl Andersen, hjartalæknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
14.15 Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor við miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild Háskóla Íslands
14.30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
14.45 Henry A. Henrysson, heimspekingur og varaformaður vísindasiðanefndar bregst við framsöguerindum og stjórnar pallborði

15.00-16.00 Pallborðsumræða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert