Solberg sektuð fyrir sóttvarnabrot

Hjónin Sindre Finnes og Erna Solberg í skíðaparadísinni Geilo í …
Hjónin Sindre Finnes og Erna Solberg í skíðaparadísinni Geilo í febrúar þar sem forsætisráðherra hélt upp á sextugsafmæli sitt. Ljósmynd/Instagram

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, þarf að greiða 20 þúsund norskar krónur, sem svarar til 300 þúsund íslenskra króna, í sekt fyrir sóttvarnabrot. 

Eig­inmanni henn­ar, Sindre Finn­es, er ekki gerð sekt í af­mæl­is­mál­inu svo­kalla, sem snýst um brot á regl­um um fjölda­tak­mark­an­ir vegna veirufar­ald­urs­ins þegar ráðherra hélt upp á sex­tugsaf­mæli sitt í skíðap­ara­dís­inni Gei­lo í lok fe­brú­ar þar sem 13 komu sam­an fyrri dag­inn en 14 þann síðari. Sam­kom­ur fleiri en tíu manns voru á þeim tíma bannaðar.

Lögreglustjórinn í suðausturhluta Noregs, Sør-Øst, Ole B. Sæverud, sagði á blaðamannafundi í morgun að Solberg væri í framvarðasveit landsins og þrátt fyrir að allir væru jafnir fyrir lögum hefði hún staðið fremst þegar kom að ákvörðunum er vörðuðu sóttvarnareglur. Því væri henni gert að greiða sekt en ekki eiginmanni hennar þrátt fyrir að hann sé talinn bera ábyrgð (påtaleunnlatelse).

Nánar er hægt að lesa um blaðamannafundinn á vef norska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert