fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Neitaði að vera með grímu í verslun og réðst á starfsmann – Grunsamlegar mannaferðir leiddu ræktun í ljós

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 07:56

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög mikið var að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld- og nótt samkvæmt dagbók lögreglu. Til að mynda segist hún hafa farið í 11 verkefni vegna samkvæmishávaða í heimahúsum og þá voru einnig fimmtán skemmtistaðir skoðaðir í miðborginni með tilliti til sóttvarna og gildandi reglur. Fram kemur að á flestum staðanna hafi allt verið í góðum málum, en á einum stað hafi gestir verið of margir, hólfaskipting ógreinanleg, auk þess sem starfsmenn báru ekki andlitgrímur. Málið er rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir og skýrsla rituð um málið.

Elsta brotið í dagbók seinustu nætur átti sér stað í Laugardalnum, þar var aðili handtekinn eftir líkamsárás og vistaður í fangaklefa. Skömmu seinna barst lögreglu tilkynning vegna grunsamlegra mannaferða við fjölbýlishús í Hlíðunum. Í ljós kom að í íbúðinni var kannabisræktun. Þar voru tveir handteknir á vettvangi og vistaðir í fangaklefa.

Mikið gerðist í verslunum á Höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í verslun í miðborginni var tilkynnt um þjófnað. Þegar lögreglu bar að garði var meintur þjófur á vettvangi og kom í ljós að hann væri eftirlýstur, hann var handtekinn í kjölfarið. Í annari verslun óskaði starfsmaður eftir aðstoð frá lögreglu eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás af hendi viðskiptavinar. Ástæðan var sú að viðskiptavinurinn neitaði að vera með andlitsgrímu. Fyrir utan verslun í Kópavogi var síðan tilkynnt um líkamsárás, þar var árásaraðili handtekinn.

Einnig er greint frá því að tilkynnt hafi verið um heimilisofbeldi í Kópavogi eða Breiðholti. Þar kom í ljós að húsráðandi væri með minniháttar kannabisræktun á heimili sínu. Árásaraðili handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Þá var einnig mikið um umferðarbrot, en margir voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og annara fíkniefna. Ekki er nauðsynlegt að fara nánar út í hvert atvik fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Diljá vill að RÚV haldi aftur af sér – „Spurn­ing­in er hvar Rík­is­út­varpið dúkk­ar upp næst“

Diljá vill að RÚV haldi aftur af sér – „Spurn­ing­in er hvar Rík­is­út­varpið dúkk­ar upp næst“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Í gær

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“
Fréttir
Í gær

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar

Fyrrverandi eiginkona læknisins í sjokki yfir dómi Landsréttar
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“