Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Sögulegar verðhækkanir hafa orðið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Íslandsbanki býst við að verð haldi áfram að hækka næstu mánuði og gerir ráð fyrir stýrivaxtahækkun á morgun.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Margfalt fleiri en búist var við mættu í opið hús í bólusetningu gegn Covid-19 í dag. Við heyrum í þeim sem biðu enn á ný í röð eftir sprautu.

Við höldum einnig áfram umfjöllun okkar um ávísun ADHD-lyfja hér á landi en formaður ADHD-samtakanna telur Íslendinga nokkrum árum á undan öðrum þjóðum í greiningum á ofvirkni og athyglisbresti. Þá kíkjum við í hvalbát þar sem veiðimenn voru að undirbúa vertíð sem á að hefjast í fyrsta sinn í fjögur ár á morgun.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×