Leikið á laugardag

Breiðablik tekur á móti HK í lokaumferð úrvalsdeildarinnar.
Breiðablik tekur á móti HK í lokaumferð úrvalsdeildarinnar. mbl.is//Hari

Lokaumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, verður leikinn á laugardag. Þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, í samtali við RÚV í dag.

Það kom til tals um síðustu helgi að færa lokaumferðina fram á föstudag vegna slæmrar veðurspár um helgina.

Það hefur hins vegar ræst umtalsvert úr spánni og því ekkert því til fyrirstöðu að lokaumferðin fari fram á tilsettum tíma.

„Leikum á laugardag klukkan 14,“ sagði Birkir í samtali við RÚV.

Vík­ing­ur úr Reykjavík og Breiðablik heyja ein­vígi um Íslands­meist­ara­titil­inn en eitt stig skil­ur liðin að. Vík­ing­ur á heima­leik við Leikni úr Reykjavík og Breiðablik á heima­leik við HK.

Kefla­vík, HK og ÍA eru í harðri fall­bar­áttu þar sem eitt liðanna mun fylgja Fylki niður um deild og lið Kefla­vík­ur og ÍA mæt­ast ein­mitt suður með sjó.

Þá eru KA og KR í bar­áttu um þriðja sætið sem myndi gefa keppn­is­rétt í Evr­ópu­keppni ef Vík­ing­ar verða bikar­meist­ar­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert