Aðeins annað liðið mætti til leiks á Brúnni

Hakim Ziyech og Weston McKennie eigast við í Lundúnum í …
Hakim Ziyech og Weston McKennie eigast við í Lundúnum í kvöld. AFP

Evrópumeistarar Chelsea frá Englandi voru ekki í neinum vandræðum með ítalska liðið Juventus í Meistaradeildinni þegar liðin mættust á Stamford Bridge í kvöld. Enska liðið vann að lokum 4:0 sigur en þeir voru betra liðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Reece James skorar mark sitt í leiknum.
Reece James skorar mark sitt í leiknum. AFP

Fyrri hálfleikurinn var algjör eign heimamanna frá upphafi til enda. Þeir leyfðu andstæðingum sínum varla að prófa boltann og spiluðu á köflum mjög fallegan fótbolta. Lengi vel vantaði bara herslumuninn til að koma boltanum í netið en á 25. mínútu datt boltinn fyrir Trevoh Chalobah eftir hornspyrnu Hakim Ziyech og negldi hann honum í netið í fyrstu snertingu. Juventus-menn voru ekki sáttir með að markið fengi að standa en boltinn fór klárlega af hendi Antonio Rüdiger í aðdragandanum. VAR skoðaði þó markið aftur og sá ekkert athugavert við það. Áfram stýrði Chelsea leiknum algjörlega án þess þó að bæta við marki. Heimamenn fengu heilar átta hornspyrnur í hálfleiknum gegn einni gestanna og áttu átta marktilraunir gegn tveimur. 

Seinni hálfleikur var ekki nema rúmlega tíu mínútna gamall þegar Chelsea tvöfaldaði forystu sína. Þá átti Ben Chilwell fyrirgjöf frá vinstri sem endaði alla leið hjá hinum bakverðinum, Reece James, sem tók eina snertingu áður en hann negldi boltanum í fjærhornið. Gjörsamlega óverjandi fyrir Wojciech Szcznesy markvörð Juventus. Tveimur mínútum síðar komst svo Ruben Loftus-Cheek með boltann inn í teig gestanna, þar sem hann lenti í smá vandræðum áður en hann kom boltanum til vinstri á Callum Hudson-Odoi í dauðafæri, sem kláraði án vandræða. Eftir þetta var leikurinn nokkurn veginn búinn en Juventus fóru að lágmarka skaðann í stað þess að reyna að jafna leikinn. 

Callum Hudson-Odoi fagnar marki sínu í kvöld.
Callum Hudson-Odoi fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Síðasta hálftíma sáu heimamenn áfram um að halda boltanum en í uppbótartíma smellti Hakim Ziyech boltanum fyrir markið þar sem Timo Werner var aleinn gegn opnu marki og gerði engin mistök. 4:0 yfirburðarsigur heimamanna því staðreynd.

Chelsea og Juventus eru því bæði með 12 stig í efstu tveimur sætum H-riðils og mun það ráðast í lokaumferðinni hvort liðið vinnur riðilinn. Juventus fær Malmö í heimsókn á meðan Chelsea ferðast til Rússlands og spilar við Zenit.



Chelsea-menn fagna sigrinum
Chelsea-menn fagna sigrinum AFP
Chelsea 4:0 Juventus opna loka
90. mín. Arthur (Juventus) á skot framhjá Reynir skot upp úr engu af löngu færi. Skotið er þó langt framhjá og er aldrei nálægt því að valda Mendy einhverjum áhyggjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka