„Stórfurðulegt og alvarlegt“ að bæjarstjóri biðji um að listaverk sé fjarlægt

Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar í gærmorgun að beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld segja leyfi hafa skort en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
Auglýsing

„Það staf­aði engum hætta af verk­inu og það var allt gert eftir réttum leiðum og leyfi feng­ust. Það er stórfurðu­legt og alvar­legt að bæj­ar­stjóri sjái sig knú­inn til að grípa inn í með þessum drastíska hætt­i,“ segir lista­mannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafs­son um beiðni bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar, Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, um að lista­verk Libiu og Ólafs skyldi fjar­lægt af gafli Hafn­ar­borgar – menn­ingar og lista­mið­stöðvar Hafn­ar­fjarð­ar.

Verk­inu var komið fyrir á gafli Hafn­ar­borgar á föstu­dag en í gær­morgun hafði það verið fjar­lægt að beiðni bæj­ar­stjór­ans. „Hvað veldur því að bæj­ar­stjóri fyr­ir­skipar að verk sé tekið niður á sunnu­degi með skyndi, utan opn­un­ar­tíma safns­ins, er enn ósvar­að,“ segja þau um málið en sam­kvæmt bæj­ar­yf­ir­völdum lágu ekki til­skilin leyfi fyrir upp­setn­ingu verks­ins.

Náðu sér sjálf í leyfi

Þau segj­ast hafa fengið munn­legt leyfi til að setja verkið upp frá sviðs­stjóra umhverf­is- og skipu­lags­sviðs og umsjón­ar­manni fast­eigna bæj­ar­ins. Það hafi hins vegar ekki gengið þrauta­laust fyrir sig því upp­haf­lega fór for­stöðu­maður Hafn­ar­borgar form­lega leið að leyf­is­veit­ingu. For­stöðu­mað­ur­inn sendi inn fyr­ir­spurn til að athuga hvort ekki mætti setja upp verk á gafl Hafn­ar­borgar á síð­asta ári. „Málið var þæft, það feng­ust ekki skýr svör,“ segja þau.

Auglýsing

Þau Ólafur og Libia ákváðu í kjöl­farið að afla leyf­is­ins sjálf. Það hafi loks feng­ist á fimmtu­dag þegar munn­legt leyfi fékkst. Þau segj­ast enn ekki vita hvar og hvers vegna upp­haf­leg fyr­ir­spurn safn­stjór­ans strand­aði.

„Við höfum aldrei fengið skrif­leg svör um af hverju þetta var ekki hægt. Við fengum ein­hver óljós svör, það var til dæmis reynt að bera því við að þetta væri kostn­að­ar­samt en það kostar ekk­ert að bora tíu göt og svo er bara fyllt í með múr aftur og málið afgreitt.“

Til­kynnti um þjófnað á verk­inu

Libia og Ólafur segja að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við lista­menn­ina eða Hafn­ar­borg áður en verkið var fjar­lægt. Þau hafi fengið sím­tal í gær­morgun þar sem þeim var tjáð að bæj­ar­stjóri hefði óskað eftir því við sviðs­stjóra menn­ing­ar­mála að verkið yrði tekið nið­ur. Að sögn þeirra hafi for­stöðu­maður Hafn­ar­borgar and­mælt því að verkið yrði fjar­lægt með þessum hætti og óskaði for­stöðu­mað­ur­inn eftir því að beðið yrði fram á mánu­dag til að hægt væri að ræða mál­ið. Þegar Libia og Ólafur mæta svo í Hafn­ar­borg um hádeg­is­bil hafi verkið verið horf­ið.

„Þess vegna hringdi ég í lög­reglu og til­kynnti að það væri búið að fjar­lægja lista­verk okkar af sýn­ing­unni af gafli Hafn­ar­borg­ar, þannig að ég var í raun og veru að til­kynna þjófn­að. Ég sagði líka að við hefðum rök­studdan grun um að bæj­ar­yf­ir­völd hefðu látið fjar­lægja verkið og væri því lík­lega með það,“ segir Ólaf­ur.

Hjá Hafn­ar­fjarð­arbæ eru menn­ing­ar- og mark­aðs­mál sem og starf­semi menn­ing­ar­stofn­ana á könnu þjón­ustu- og þró­un­ar­sviðs. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sig­ur­jón Ólafs­son, sviðs­stjóri á þjón­ustu og þró­un­ar­sviði, að yfir­völd í Hafn­ar­firði ætli ekki að tjá sig um mál­ið. „Rósa er búin að tjá sig um þetta mál við Vísi svo ég hef í sjálfu sér ekk­ert við þetta að bæta. Það voru ekki til­skilin leyfi að okkar mati og við erum að skoða þetta,“ segir Sig­ur­jón. Í frétt Vísis sem Sig­ur­jón vísar í var haft eftir Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar, að til­skilin leyfi hefðu ekki verið til staðar og að hún vildi ekki tjá sig nánar um mál­ið.

Verkið hluti af verð­launa­gjörn­ingi

Verkið sem um ræðir er nákvæm upp­stækkun á einum af mið­unum sem voru fylltir út af þátt­tak­endum þjóð­fund­ar­ins sem hald­inn var árið 2010. „Þessi þátt­tak­andi hafði skrifað á mið­ann: „Ekki kjafta ykkur frá nið­ur­stöðum stjórn­laga­þings.” Þetta eru skila­boðin á mið­anum og þetta er verkið sem er fjar­lægt,“ segir Ólaf­ur.

Verkið er hluti af stærra verk­efni Libiu og Ólafs, gjörn­ingnum Í leit að töfrum – Til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veldið Ísland. Gjörn­ing­ur­inn fór fram í Hafn­ar­húsi Lista­safns Reykja­víkur og á götum úti við Stjórn­ar­ráðið og Alþingi þann 3. októ­ber síð­ast­lið­inn. Fyrir gjörn­ing­inn hlutu Libia og Ólafur íslensku mynd­list­ar­verð­laun­in.

Nú stendur yfir sýn­ingin Töfra­fundur – ára­tug síðar í Hafn­ar­borg þar nýja stjórn­ar­skráin er í for­grunni. Í texta á heima­síðu safns­ins segir um sýn­ing­una: „Þessi sýn­ing er næsti kafl­inn í starfi lista­mann­anna, sem ein­kenn­ist af félags­legri virkni og inn­gripi, þar sem þau kanna tengslin á milli listar og aktí­vis­ma, auk þess sem þau vinna með kynngi list­ar­innar og mögu­legan kraft hennar til að stuðla að sam­fé­lags­legum breyt­ing­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent