Synti undir ólympíulágmarki

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Kristinn Magnússon

Anton Sveinn McKee synti undir ólympíulágmarki í annað sinn í 200 metra bringusundi á síðasta degi Íslandsmeistaramótsins í sundi í Laugardalslaug í dag.

Anton Sveinn var aðeins 54 sekúndubrotum frá Íslandsmeti sínu í greininni og Snæfríður Sól Jórunnardóttir var aðeins einum hundraðshluta frá eigin Íslandsmeti í 100 metra skriðsundi.

Mótið var síðasta tækifæri sundfólksins til að tryggja sér lágmörk inn á alþjóðleg sundmót sumarsins en sjö keppendur tryggðu sig inn á Evrópumeistaramótið í 50 metra laug sem fram fer í Belgrad í Serbíu í júní.

Þau sem náðu lágmörkum voru:

Anton Sveinn McKee SH

Birgitta Ingólfsdóttir SH

Einar Margeir Ágústsson ÍA 

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH

Símon Elías Statkevicius SH

Snorri Dagur Einarsson SH

Snæfríður Sól Jórunnardóttir AAL

Íslandsmeistarar dagsins:

Hólmar Grétarsson SH 400 m fjórsund karla

Freyja Birkisdóttir Breiðablik 1500 m skriðsund kvenna

Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármanni 200 m baksund kvenna

Veigar Hrafn Sigþórsson SH 200 m skriðsund karla

Nadja Djurovic Breiðablik 100 m flugsund kvenna

Birnir Freyr Hálfdánarson SH 50 m flugsund karla

Birgitta Ingólfsdóttir SH 50 m bringusund kvenna

Anton Sveinn McKee SH 200 m bringusund karla

Snæfríður Sól Jórunnardóttir 100 m skriðsund kvenna

Guðmundur Leo Rafnsson ÍRB 100 m baksund karla

Eva Margrét Falsdóttir ÍRB 200 m fjórsund kvenna

Andri Már Kristjánsson SH 800 m skriðsund karla

Kvenna sveit ÍRB 4x100 m fjórsund kvenna

Karla Sveit SH 4x100 m fjórsund karla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert