Nýliðarnir sannfærandi í fyrsta sigrinum

Hilmar Pétursson hjá Breiðabliki í baráttu við Sigvalda Eggertsson og …
Hilmar Pétursson hjá Breiðabliki í baráttu við Sigvalda Eggertsson og Róbert Sigurðsson hjá ÍR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Nýliðar Breiðabliks unnu góðan 107:92 sigur gegn ÍR í annarri umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í kvöld og náðu um leið í sín fyrstu tvö stig á tímabilinu.

Leikurinn var jafn og spennandi lengst af. ÍR var þremur stigum yfir, 21:24, að loknum fyrsta leikhluta.

Blikar sneru taflinu við og fóru með nauma forystu, 47:42, til leikhlés.

Gestirnir úr Breiðholti reyndust ögn sterkari í þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn í 72:70.

Í fjórða og síðasta leikhluta sigldu heimamenn í Breiðabliki hins vegar fram úr og juku forskot sitt jafnt og þétt, þar sem þeir náðu mest 16 stiga forystu, 102:86, þegar skammt lifði leiks.

ÍR-ingar löguðu aðeins stöðuna en Blikar gáfu aftur í í blálokin og 15 stiga sigur Breiðabliks niðurstaðan.

Hilmar Pétursson var stigahæstur Blika með 21 stig, auk þess sem hann gaf sjö stoðsendingar.

Tveir liðsfélagar hans náðu tvöfaldri tvennu, þeir Everage Lee Richardson, sem lék með ÍR á síðasta tímabili, sem skoraði 18 stig og gaf tíu stoðsendingar, og Sinisa Bilic, sem skoraði 19 stig og tók tíu fráköst.

Tveir stigahæstu leikmenn leiksins komu hins vegar úr röðum gestanna í ÍR; Collin Anthony Pryor með 24 stig og Sigvaldi Eggertsson með 22 stig.

ÍR er enn án stiga að loknum fyrstu tveimur leikjunum.

Breiðablik - ÍR 107:92

Smárinn, Subway deild karla, 15. október 2021.

Gangur leiksins:: 4:3, 8:12, 16:14, 21:22, 25:29, 32:34, 42:39, 47:42, 51:50, 55:57, 66:64, 72:70, 84:79, 90:84, 98:86, 107:92.

Breiðablik: Hilmar Pétursson 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sinisa Bilic 19/10 fráköst, Everage Lee Richardson 18/8 fráköst/10 stoðsendingar, Samuel Prescott Jr. 17/7 fráköst, Danero Thomas 12/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 8, Sigurður Pétursson 6, Sveinbjörn Jóhannesson 4.

Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.

ÍR: Collin Anthony Pryor 24/9 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 22/6 fráköst, Shakir Marwan Smith 16/4 fráköst/8 stoðsendingar, Tomas Zdanavicius 10/7 fráköst, Breki Gylfason 6/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 6, Modestas

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert