Miklar umferðartafir í borginni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Miklar tafir einkenna nú umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Tveir bílar rákust saman á Miklubraut við Réttarholtsveg í austurátt fyrir skömmu. Engin slys urðu á fólki og er fyrirtækið arekstur.is að aðstoða á slysstað. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Áður hafði kviknað í tengivagni vörubifreiðar á Reykjanesbraut. Hefur atvikið valdið töfum á umferð þar.

Hann segir að um sé að ræða minniháttar árekstur tveggja bíla en býst við því að einhverjar tafir verði á umferð áfram. Ennþá eru einhverjar aðgerðir á vettvangi. 

„Klukkan er að verða fjögur, það er síðdegisumferðin. Svona gerist bara og lítið við þessu að gera en það eru einhverjar tafir á umferð þarna,“ segir Ásgeir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert