Stórleikur í enska boltanum í dag (myndskeið)

Enski fótboltinn fer aftur af stað eftir landsleikjahlé um helgina. Eru nokkrir afar áhugaverðir leikir á dagskrá og er stórleikur Tottenham og Manchester City m.a. á dagskrá klukkan 17:30 í dag. 

Þá verða Chelsea og Manchester United einnig í eldlínunni í dag og á morgun eru tveir afar áhugaverðir leikir. Nýliðar Leeds fá Arsenal í heimsókn og Liverpool og Leicester eigast við á Anfield. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport kynna leiki helgarinnar en leikirnir verða allir í beinni útsendingu á stöðinni. 

Leikir helgarinnar í enska boltanum

Laugardagur: 
12:30 Newcastle - Chelsea
15:00 Aston Villa - Brighton
17:30 Tottenham - Manchester City
20:00 Manchester United - West Brom

Sunnudagur: 
12:00 Fulham - Everton
14:00 Sheffield United - West Ham
16:30 Leeds - Arsenal 
19:15 Liverpool - Leicester 

Mánudagur:
17:30 Burnley - Crystal Palace 
20:00 Wolves - Southampton

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert