fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Nóg komið af tali um nýjan þjóðarleikvang – „Nú er einfaldlega tími til kominn að stjórnvöld taki ákvörðun í málinu“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 19:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að ákvörðun um nýjan þjóðarleikvang Íslands verði tekin á árinu.

Hann segir að aðstöðuleysið sem íslensku landsliðin búi við séu orðin hindrun fyrir góðan árangur.

„Það er búið að vinna mikla greiningarvinnu undanfarin misseri og ljóst er að aðstöðuleysið og sú staðreynd að við getum ekki leikið okkar mótsleiki að vetri til er hindrun á góðan árangur og að gerir okkur erfiðara um vik að komast á stórmót,“ skrifar Guðni í Pistli formanns í ársskýrslu KSÍ.

Þá bendir Guðni einnig á þá staðreynd að nýr þjóðarleikvangur geti nýst íslensku félagsliðunum, meðal annars með lengingu keppnistímabils í huga, bikarúrslitaleiki og framtíðarskipulagi á Evrópumótum félagsliða með fleiri vetrarleikjum.

Guðni hvetur stjórnvöld til þess að taka ákvörðun í málinu.

„Nú er einfaldlega tími til kominn að stjórnvöld taki ákvörðun í málinu og við sýnum að við erum íþróttaþjóð með aðstöðu sem stenst kröfur nútímans og samanburðu við aðrar þjóðir álfunnar,“ skrifar Guðni Bergsson, formaður KSÍ í pistli sem birtist í ársskýrslu sambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
433Sport
Í gær

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United
433Sport
Í gær

Færa leik sinn inn í Bogann

Færa leik sinn inn í Bogann