Karen hættir hjá Samfylkingunni

Karen Kjartansdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Karen Kjartansdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

Karen Kjartansdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar en hún óskaði eftir starfslokunum eftir tveggja og hálfs árs starf. Hún er bundin trúnaði um starfslokin og vildi ekki tjá sig um þau í samtali við blaðamann mbl.is í morgun þegar eftir því var leitað. 

Í færslu á vef Samfylkingarinnar segir Karen að hugmyndir hennar og nýkjörins formanns framkvæmdastjórnarinnar séu of ólíkar til að þau geti unnið saman.

Kjartan Valgarðsson var kjörinn formaður framkvæmdastjórnarinnar á síðasta landsfundi flokksins.

Kjartan Valgarðsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Kjartan Valgarðsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Í færslunni á Facebook segir Karen: „Það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdastjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti. Ég vil sérstaklega þakka Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf.“

Hún segir enn fremur í færslunni að formaður flokksins hafi fallist á beiðni hennar um starfslok og hún hefur látið af störfum. 

Vísir greindi fyrst frá starfslokum Karenar. 

Á Facebook hafa margir þakkað Karenu fyrir gott samstarf og þar á meðal núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins sem og sveitarstjórnarfólk innan flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert