Byggir á hugmyndafræði verkamannabústaða

Líf Magneudóttir, oddviti VG, fyrir miðri mynd ásamt Elínu Björk …
Líf Magneudóttir, oddviti VG, fyrir miðri mynd ásamt Elínu Björk Jónasdóttur og Stefáni Pálssyni. Stefán skipar annað sæti listans og Elín það þriðja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við segjum líka við núverandi húsnæðisáætlun að þá eigi borgin að byggja 500 til 1.000 íbúðir sem eru óhagnaðardrifnar og standa öllum Reykvíkingum til boða,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Dagmálum en um er að ræða svokallaða Reykjavíkurbústaði.

Í samtali við mbl.is segir hún að Reykjavíkurbústaðir séu leiguíbúðir fyrir alla Reykvíkinga óháð tekjum þar sem útgjöld tengd leigu muni miðast við tekjur hvers og eins leigjanda. Reykjavíkurbústaðir séu byggðir á hugmyndafræði verkamannabústaða þar sem fólk geti eignast húsnæðið sem það leigir.

Líf telur Reykjavíkurbústaði vera lið í því að skapa heilbrigðan leigumarkað sem sé óhagnaðardrifin. Með slíku móti sé hægt að koma í veg fyrir ósanngjörnum útgjöldum.

Reykjavíkurbústaðir yrðu fyrir alla borgarbúa og eru þeir byggðir á …
Reykjavíkurbústaðir yrðu fyrir alla borgarbúa og eru þeir byggðir á hugmyndafræði verkamannabústaða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert