Metskráning í sumarbúðir KFUM og K

Líf og fjör í sumarbúðunum í Vatnaskógi.
Líf og fjör í sumarbúðunum í Vatnaskógi. mbl.is/hag

Metfjöldi skráninga barst í sumarbúðir kristilegu æskulýðssamtakanna KFUM og KFUK á fyrsta skráningardegi í ár. Fengust 2.470 skráningar sem er meira en tvöfalt meira en á fyrsta skráningardegi undanfarin ár. Fullbókað er í mörg tímabil í Vatnaskógi og Vindáshlíð og vel bókað í aðrar sumarbúðir.

KFUM og KFUK eru með sumarbúðir á fimm stöðum, Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og Hólavatni. Dvalartíminn er yfirleitt tæp vika og eru alls um 2.900 pláss í boði. Á undanförnum árum hafa 2.500 til 2.800 börn sótt sumarbúðir samtakanna.

Löng hefð er fyrir því að kynna fyrsta skráningardag og gefa fólki sem er snemma í því að velja sér tímabil. Á síðasta ári voru 1.100 börn bókuð á fyrsta skráningardegi og segir Tómas að það hafi þótt gott. Í fyrradag, á fyrsta skráningardegi í ár, bárust 2.470 skráningar.

Vatnaskógur og Vindáshlíð eru vinsælustu sumarbúðirnar og er búið að bóka um 90% allra plássa sem þar eru í boði. Biðlistar eru á vinsælustu dvalartímunum fyrrihluta sumars. Nú er verkefnið að reyna að hjálpa hópum þar sem ekki hafa allir krakkarnir komist á sama námskeið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert