Samband komið á í Saporisjía

Kjarnorkuverið Saporisjía í mars síðastliðnum.
Kjarnorkuverið Saporisjía í mars síðastliðnum. AFP/Andrey Borodulin

Kjarnorkuverið Saporisjía hefur náð aftur sambandi við úkraínska rafveitukerfið, þó nokkrum klukkustundum eftir að sambandið rofnaði.

Fyrr í morgun sakaði úkraínska kjarnorkumálastofnunin Energoatom Rússa um að hafa staðið á bak við árásir sem ollu rafmagnsleysinu.

Stofnunin sagði að þetta væri í sjöunda sinn sem kjarnorkuverið, sem Rússar ráða núna yfir, lenti í þessu síðan rússneskar hersveitir réðust inn Úkraínu í mars í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert