Ísland mætir Sviss í apríl

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðný Árnadóttir í leik með íslenska …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðný Árnadóttir í leik með íslenska landsliðinu á EM á Englandi síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir liði Sviss í vináttulandsleik í apríl, en leikið verður ytra.

Leikurinn fer fram á Letzigrund í Zürich þann 11. apríl næstkomandi.

Þetta verður í níunda skiptið sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið tvo leiki, einn hefur endað með jafntefli og Sviss hefur unnið fimm.

Liðin mættust síðast í lokakeppni EM 2017 og endaði sá leikur með 2-1-sigri Sviss.

Síðasti sigur Íslands gegn Sviss var í vináttulandsleik árið 1986, en þá skoraði Kristín Anna Arnþórsdóttir eina mark leiksins í 1:0 sigri Íslands.

U23-ára landslið kvenna fær einnig verkefni í apríl þar sem liðið mætir Danmörku í tveimur vináttulandsleikjum ytra.

Fara þeir báðir fram í Danmörku þann 3. og 6. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert